top of page

LANDFRÆÐIÞEKKING & LAUSNIR

Landfræði - Ráðgjöf - Fræðsla

Heim: Welcome
Haukur.jpg

UM GEOGRAPHIA

Haukur Árni Björgvinsson

B.Sc. Landfræði

Ég er landfræðingur að mennt og útskrifaðist með fyrstu einkunn í B.Sc. námi frá Háskóla Íslands í júní 2017. Eins og stendur er ég í M.Sc. námi í Landupplýsingakerfum við Háskólann í Aberdeen.

Ég hef brennandi áhuga á landfræði og þeim þáttum sem hún snertir, þá sérstaklega úrvinnslu landupplýsinga.

Ég er stofnmeðlimur og fyrrum stjórnarmaður Íbúasamtaka Stöðvarfjarðar og hef skipulagt, ásamt fleirum, tvær bæjarhátíðir og eina matar- og menningarhátíð.

Heim: About Me
Oxygen Cities

LANDFRÆÐI

Landfræði er þverfagleg vísindagrein sem tekur til náttúru og manns. Þau viðfangsefni sem landfræðingar fást við eru misjöfn og mörg. Það má segja að landfræði teygji anga sína ansi víða innan fræðasamfélagsins, allt frá heimspeki til líffræði. 


Greininni má gróflega skipta í tvo hluta, mannvistarlandfræði annarsvegar og náttúrulandfræði hinsvegar. Mannvistarlandfræðingar stunda rannsóknir á samfélögum manna, menningu og sambandi fólks og náttúru. Í náttúrulandfræði er náttúran í fyrirrúmi og rannsaka náttúrulandfræðingar allt frá stinnhvolfi til gufuhvolfs og það sem má finna þar á milli.

LANDUPPLÝSINGAKERFI

Landupplýsingakerfi (LUK) eru eitt helsta verkfæri landfræðingsins. LUK gerir notendum þess kleift að vinna með og breyta landfræðilegum gögnum, líkt og landakortum, loftmyndum, gps hnitum, veðurfarsupplýsingum og svo mætti áfram telja. Öll gögn sem hægt er að skrá á eða hafa skráða hnattræna legu er hægt að vinna með í landupplýsingakerfum.

Algengustu landupplýsingakerfin eru ArcGIS og QGIS. Hjá Geographia er að finna reynslu á báðum kerfum.

luk.PNG
Europe-map-1898-s.jpg

KORTLAGNING

Kortlagning er frábær leið til að koma fram upplýsingum og eru elstu varðveittu kort mörg þúsund ára gömul. Hjá Geographia er mikil áhersla og metnaður lagður í kortlagningu og gæði og frágangur korta skiptir þar miklu máli.

FRÆÐSLA

Hjá Geographia er skilningur fyrir mikilvægi þekkingar. Landfræðiþekking tegir anga sína víða, bæði sem náttúrufræðiþekking og samfélagsþekking. Hér að neðan birtast færslur um málefni tengd landfræði og fræðandi efni. Hjá Geographia er hægt að bóka gestafyrirlestra við öll tækifæri.

Library
Heim: Services

HAFÐU SAMBAND

8684627

  • facebook
  • linkedin

Thanks for submitting!

Ariel View of Islands
Heim: Contact
Heim: Blog2 Custom Feed
bottom of page