top of page
Færslur: Blog2
Writer's pictureHaukur Árni Björgvinsson

Hjaltlandseyjar komnar út fyrir kassann

Það hefur lengi tíðkast í kortagerð að nota innfellt kort þegar kortleggja á eitthvað sem stendur utan marka kortsins sem teiknað er, en á fullt erindi á kortið. Slíkt má til að mynda finna á vel flestum íslandskortum þar sem Kolbeinsey fyrir norðan land og Hvalbakur fyrir austan land eru sett í innfelld kort. Innfelld kort birtast þar sem má finna þeim pláss án þess að fórna þurfi öðrum upplýsingum á kortinu.


Nú er það svo, að fram til þessa hafa vel flest kort síðan á 18. öld af Skotlandi innhaldið Hjaltlandseyjar í innfelldu korti en slíkt kort má einmitt finna á skoska fimm punda seðlinum. Er það gert til að ná að teikna kort í minni skala því eyjarnar eru tæpa 250 km frá nyrsta hluta meginlandsins í beinni loftlínu og er nyrsti oddi eyjanna um 690 km frá syðsta punkti landmæra Englands og Skotlands.


Þingmaður Skoska Frjálslynda Lýðræðisflokksins (Scottish Liberal Democrats) fyrir Hjaltlandseyjar unir stöðunni ekki lengur og setti fram frumvarp sem varð svo að lögum í október á síðasta ári þess efnis að ekki megi setja eyjar í kringum Skotland í infelld kort nema kortagerðamaður gefi fyrir því góða ástæðu að svo sé.


“Raunveruleikinn um ferðalög til og frá Hjaltlandseyum er ekki í hávegum hafður, og hefur það áhrif á efnahag eyjanna, til að mynda á flutning eldsneytis og sjávarafurða.” Segir hann. “Rétt mynd af staðsetningu eyjanna færi langa leið með að útskýra þær hindranir sem íbúar eyjanna standa frammi fyrir.”



Undir þetta tekur samflokksmaður hans Liam McArthur frá Orkneyjum og segir að notkun infelldra korta gefi misvísandi upplýsingar um staðsetningu eyjarinniar og sýni þær “mikið nær meginlandinu en sé raunin”

Lögin hafa ekki fallið vel í kramið hjá öllum þrátt fyrir að íbúar Hjaltlandseyja séu sáttir við stöðu mála. Talsmaður Ordnance Survey mapping agency sem gefur út opinber kort í Bretlandi segir að það sé nær ómögulegt að teikna kort með nothæfum upplýsingum í svo stórum skala. Þess má geta að á nýjum kortum hefur landsvæði Skotlands minnkað um 44%.

306 views0 comments

Comments


bottom of page